Sport

Vill mæta öðrum þungavigtarboxara eftir að hafa slegið Fury niður

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mikill vill meira. Francis Ngannou stefnir á að berjast við Deontay Wilder.
Mikill vill meira. Francis Ngannou stefnir á að berjast við Deontay Wilder. getty/Cooper Neill

Francis Ngannou er fullur sjálfstrausts eftir að hafa slegið Tyson Fury niður í bardaga þeirra og vill núna að berjast við annan þekktan þungavigtarboxara.

Fyrrverandi UFC-meistarinn Ngannou mætti Fury í boxbardaga í Ríad í Sádi-Arabíu í lok október. Ngannou sló Fury niður en þeim síðarnefnda var samt dæmdur umdeildur sigur.

Ngannou vill núna mæta öðrum þungavigtarboxara í fremstu röð, Deontay Wilder, í bardaga með blönduðum reglum.

Viðræður hafa staðið yfir milli aðila í dágóðan tíma og bardaginn gæti því orðið að veruleika fyrr en síðar. Wilder ku líka vilja spreyta sig í blönduðum bardagalistum.

Wilder hefur ekki barist síðan hann sigraði Robert Helenius í október í fyrra. Næsti bardagi hans er gegn Joseph Parker á Þorláksmessu. Sama kvöld mætast Anthony Joshua og Otto Wallin í öðrum risastórum þungavigtarbardaga.

Ngannou, sem yfirgaf UFC fyrr á þessu ári, vann sautján af tuttugu bardögum sínum meðan hann var á mála hjá samtökunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×