Innlent

Bætur aftur­virkar og ó­þarfi að sækja um strax

Árni Sæberg skrifar
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. Vísir/Egill

Í ljósi aðstæðna munu umsóknir um atvinnuleysisbætur gilda frá því að almannavarnir ákváðu að rýma Grindavík. Það er því ekki nauðsynlegt að sækja strax um atvinnuleysisbætur meðan óvissa er til staðar.

Þetta segir í tilkyningu á vef Vinnumálastofnunar. Þar segir að komi til þess að launagreiðslur falli niður til starfsmanna fyrirtækja í Grindavík, vegna ákvörðunar almannavarna um allsherjarrýmingu, geti þeir leitað til Vinnumálastofnunar. 

Öryggisnet atvinnuleysistryggingakerfisins tryggi starfsfólki framfærslu í þeim tilfellum þegar starfsmaður hefur áunnið sér rétt til atvinnuleysisbóta. Sjálfstætt starfandi einstaklingar geti einnig leitað til stofnunarinnar.

Vinnumálastofnun vilji leggja áherslur á eftirfarandi:

  • Að starfsfólk ræði við sinn atvinnurekenda um stöðu mála áður en ákveðið er að sækja um atvinnuleysisbætur.
  • Í ljósi aðstæðna munu umsóknir um atvinnuleysisbætur gilda frá því að almannavarnir ákváðu að rýma Grindavík, þ.e. kvöldið 10. nóvember sl. Það er því ekki nauðsynlegt að sækja strax um atvinnuleysisbætur meðan óvissa er til staðar.
  • Hvetjum starfsfólk til að bíða út vikuna með að sækja um atvinnuleysisbætur þar til málin skýrast nánar.
  • Að sótt sé um greiðslur í gegnum Mínar síður Vinnumálastofnunar

Bíða ákvörðunar ríkisstjórnarinnar

Þá segir að félags- og vinnumarkaðsráðherra hafi nefnt í Silfrinu í Ríkissjónvarpinu í gærkvöldi, að hafin sé vinna við viðbrögð af hálfu ríkisstjórnarinnar og að Vinnumálastofnun bíði eftir því að þau mál skýrist nánar.

„Vinnumálastofnun gerir sér grein fyrir þeirri óvissu sem er til staðar og verða upplýsingar uppfærðar reglulega á vefsvæði stofnunarinnar á íslensku, ensku og pólsku.“


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×