Lífið

Her­dís og Lauf­ey smíða og múra fyrir jólin

Stefán Árni Pálsson skrifar
harðduglegar konur sem fara í öll verk.
harðduglegar konur sem fara í öll verk.

Vala matt hitti tvær konur í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi, konur sem kunna að bretta bara ermar og henda sér í að smíða, rífa niður veggi, parketleggja og flísaleggja og jafnvel múra svalagólf.

Um er að ræða þær Herdísi Önnu Þorvaldsdóttur athafnakonu og Laufeyju Elíasdóttur leikkonu og myndlistarkonu en þær eru að gera ótrúlega hluti á heimilum sínum.

Laufey reif sjálf niður vegg til að stækka eldhúsið og smíðaði vegg til að búa til aukaherbergi. Og Herdís Anna meðal annars parketlagði og múraði gólfið á svölunum sínum.

Hér að neðan má sjá brot úr þætti gærkvöldsins en áskrifendur geta séð innslagið í heild sinni á frelsiskerfi Stöðvar 2 og á Stöð 2+.

Klippa: Herdís og Laufey smíða og múra fyrir jólin





Fleiri fréttir

Sjá meira


×