Sport

Anton Sveinn orðinn banda­rískur ríkis­borgari

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Anton Sveinn McKee er formlega orðinn bandarískur ríkisborgari.
Anton Sveinn McKee er formlega orðinn bandarískur ríkisborgari. instagram-síða antons sveins mckee

Sundkappinn Anton Sveinn McKee er kominn með bandarískan ríkisborgararétt. Hann greindi frá þessu á Instagram.

Anton hefur verið fremsti sundmaður Íslands undanfarin áratug. Hann keppti á Ólympíuleikunum 2012, 2016 og 2020 og er kominn með keppnisrétt á Ólympíuleikunum í París á næsta ári.

„Árið 2013 kom ég í Alabama háskólann og hóf vegferðina. Þegar ég horfi til baka hafði ég enga hugmynd um að þetta myndi færa mig þangað sem ég er núna,“ skrifaði Anton á Instagram.

„Í dag, áratug síðar, er ég formlega orðinn bandarískur ríkisborgari. Það er erfitt að lýsa því hversu spenntur ég er að halda þessari vegferð áfram og sjá hvað framtíðin ber í skauti sér.“

Anton, sem er 29 ára, á fjölda Íslandsmeta. Hann náði lágmarki fyrir Ólympíuleikana í París þegar hann komst í úrslit í tvö hundruð metra bringusundi á HM í fimmtíu metra laug í Furoka í Japan í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×