Enski boltinn

Leikið á aðfangadag í ensku úrvalsdeildinni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Raheem Sterling, Mykhailo Mudryk og félagar í Chelsea sækja Wolves heim á aðfangadag.
Raheem Sterling, Mykhailo Mudryk og félagar í Chelsea sækja Wolves heim á aðfangadag. getty/Visionhaus

Í fyrsta sinn frá 1995 og aðeins í annað sinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar verður leikið á aðfangadag jóla.

Wolves átti að taka á móti Chelsea á Þorláksmessu en leikurinn hefur verið færður yfir á aðfangadag.

Þetta verður annar jólaleikurinn í 31 árs sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Á aðfangadag 1995 vann Leeds United 3-1 sigur á Manchester United á Elland Road.

Sex leikir verða á Þorláksmessu, fimm á annan í jólum og þrír 27. desember. Tveir leikir eru svo á dagskrá degi síðar.

Ekki verður spilað 29. desember en þann þrítugasta eru sex leikir á dagskrá, tveir á gamlársdag, einn á nýársdag og einn 2. janúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×