Sport

Læknamistök ógildu UFC bardaga Ankalaev og Walker

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Brasilíumaðurinn Johnny Walker og Rússinn Magomed Ankalaev bíða eftir niðursstöðu bardagans en hún var engin. Hvorugur var nefnilega lýstur sigurvegari.
Brasilíumaðurinn Johnny Walker og Rússinn Magomed Ankalaev bíða eftir niðursstöðu bardagans en hún var engin. Hvorugur var nefnilega lýstur sigurvegari. Getty/Chris Unger

Engin niðurstaða fékkst úr bardaga Magomed Ankalaev og Johnny Walker á bardagakvöldi UFC í Abu Dhabi um helgina og það af mjög sérstakri ástæðu.

Það er óhætt að segja að endir bardagans hafi verið umdeildur og hreinlega óskiljanlegur fyrir bæði marga áhorfendur og sérfræðinga.

Ankalaev og Walker höfðu báðir hug á því að stimpla sig inn í léttþungavigtina sem alvöru kandídatar en standa nú uppi án niðurstöðu.

Ankalaev braut reglur með ólöglegu hnésparki þegar Walker var á gólfinu og dómarinn stöðvaði bardagann í kjölfarið.

Áður en keppni hófst á ný þurfti læknir keppninnar að meta ástandið á Walker sem hafði þarna fengið hné í hökuna. Læknirinn fékk aftur á móti engin svör þegar hann reyndi að spyrja Brasilíumanninn spurninga til að meta ástand hans.

Eftir að hafa ekki fengið nein viðbrögð Walker þá ákvað læknirinn að enda bardagann því Walker gæti að hans mati ekki haldið áfram. Það reyndust vera mistök því það var ekkert að Walker.

Walker var líka mjög ósáttur með það og ætlaði að halda áfram keppni. Ankalaev var líka mjög pirraður yfir þessu.

Þetta þýddi að þegar kom að því að tilkynna um sigurvegara var það ekki hægt.

Svo mikið gekk á í hringnum eftir þetta að Dana White, forstjóri UFC, mætti í búrið og ræddi við báða bardagamennina.

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×