Körfubolti

Ste­ven Adams í að­gerð og missir af komandi tíma­bili

Siggeir Ævarsson skrifar
Steven Adams stillir til friðar og heldur á Tony Bradley í burtu sem átti eitthvað ósagt við Ja Morant, liðsfélaga Adams.
Steven Adams stillir til friðar og heldur á Tony Bradley í burtu sem átti eitthvað ósagt við Ja Morant, liðsfélaga Adams. Vísir/AP

Nýsjálendingurinn geðþekki, Steven Adams, mun missa af öllu komandi tímabili í NBA deildinni vegna krossbandameiðsla. Hann hefur ekki leikið með Memphis Grizzlies síðan í janúar og nú er ljóst að hann þarf að fara í aðgerð.

Upphaflega var talið að Adams yrði frá í 3-5 vikur. Hann fékk svo stofnfrumusprautu í hnéð í mars en nú er endanlega ljóst að hann þarf á aðgerð að halda. Adams, sem er 29 ára, ætti að geta snúið aftur á parketið næsta haust en fjarvera hans er töluverður skellur fyrir Grizzlies, sem voru fáliðaðir fyrir.

Ja Morant mun hefja tímabilið í 25 leikja banni og þá er framherjinn Brandon Clarke að jafna sig eftir hásinaslit og óvíst hvenær hann kemur til baka. 

Adams hefur reynst liði sínu afar mikilvægur undir körfunni. Á síðasta tímabili var hann með 11,5 fráköst að meðaltali í leik áður en hann meiddist og Grizzlies voru í öðru sæti allra liða þegar kom að varnar- og sóknarfráköstum, en eftir að hann þurfti frá að hverfa hrapaði liðið niður í 25. og 22. sæti í þessum tölfræðiflokkum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×