Sport

UFC með augastað á nýjum bardagakappa

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Michael 'Venom' Page, 21-0-2.
Michael 'Venom' Page, 21-0-2.

Dana White sagðist vera að íhuga að semja við Michael 'Venom' Page eftir að breski Bellatorbardagakappinn var viðstaddur bardagakvöld UFC í Abu Dhabi. 

Michael Page er samningslaus eftir að samningur hans við bardagafyrirtækið Bellator rann út í júlí, en þar hefur hann barist lengst af á sínum ferli sem atvinnumaður í íþróttinni. Hann hefur unnið 21 bardaga og tapað tveimur, síðasti bardaginn var gegn Goiti Yamauchi í maí á þessu ári. 

Page kláraði þann bardaga listilega en hann þykir vera einn besti standandi bardagakappi MMA íþróttarinnar. 

Hann hefur verið að gæla við UFC verkefni og látið sjá sig á viðburðum fyrirtækisins. Eftir að hafa látið sjá sig á bardagakvöldum í London og Abu Dhabi var Dana White, forstjóri fyrirtækisins, spurður út í kappann. 

„Þetta er strákur sem við höfum áhuga á, ekki spurning, og hann hefur áhuga líka“ sagði Dana um kappann. 

Michael Page yrði skráður í veltivigtarþyngdarflokkinn, þar sem samlandi hans Leon Edwards ræður nú ríkjum, hann ver titillinn gegn Bandaríkjamanninum Colby Covington þann 16. desemer í Las Vegas. 

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×