Sport

FBI-maður sem yfir­heyrði Saddam Hussein fer fyrir nýju lyfja­eftir­liti UFC

Aron Guðmundsson skrifar
George Piro er maðurinn sem UFC hefur leitað til að leiða nýja stefnu UFC í lyfjaeftirliti.
George Piro er maðurinn sem UFC hefur leitað til að leiða nýja stefnu UFC í lyfjaeftirliti. Vísir/Samsett mynd

Nú er orðið ljóst hvaða leið UFC ætlar að fara þegar kemur að lyfja­prófun bar­daga­kappa sinna en eins og frægt er orðið slitnaði upp úr sam­starfi sam­takanna við banda­ríska lyfja­eftir­litið. Maður sem er best þekktur fyrir að hafa yfir­heyrt Saddam Hussein, mun hafa yfir­um­sjón með þessu nýja lyfja­eftir­liti UFC.

Eins og við greindum frá í gær slitnaði upp úr sam­starfinu og er ó­víst vað ís­­lenski UFC bar­daga­­kappinn Gunnar Nel­son mun gera. Þó er tekin að skýrast upp mynd varðandi það hvernig lyfja­eftir­liti UFC verði háttað frá og með næsta ári.

Sam­kvæmt frétt AP-frétta­veitunnar mun Drug Free Sports International annast söfnun lyfja­prófa fyrir UFC í hinu nýja lyfja­eftir­liti sem fer af stað þann 1.janúar á næsta ári.

„Þeir sjá um lyfja­próf í yfir 100 löndum, safna yfir 200 þúsund sýnum ár­lega. Svo fyrir í­þrótt sem telur rétt um 650 í­þrótta­menn í yfir 50 löndum, hentar þetta okkur full­kom­lega,“ segir Jeff No­vitzky, vara­for­seti UFC um DFSI sem hefur marg­vís­lega reynslu í tengslum við lyfja­eftir­lit í í­þróttum. Meðal annars fyrir NFL, NBA og MLB deildirnar í Banda­ríkjunum.

Fyrrum FBI sér­sveitar­maðurinn Geor­ge Piro, sem er best þekktur fyrir að hafa verið einn af þeim sem yfir­heyrði íraska ein­ræðis­herrann Saddam Hussein á sínum tíma, mun fara fyrir þessu nýja eftir­liti UFC.

For­ráða­menn UFC eru allt annað en sáttir með það hvaða stefnu sam­starfið við USADA tók og þá sér í lagi yfir­lýsingu Tra­vis Tygart, fram­kvæmda­stjóra USADA sem sagði að upp á síð­kastið hefði sam­band UFC við USADA tekið að stirðna. UFC í­hugar að fara með USADA fyrir dóm­stóla vegna málsins.

Við­ræður um á­­fram­haldandi sam­­starf höfðu verið í gangi milli full­­trúa USADA og UFC en nú er það að frum­­kvæði UFC sem á­­kvörðun hefur verið tekin um að sam­­starfið muni líða undir lok strax í byrjun næsta árs.

Deilu­­mál varðandi stöðu írska bar­daga­kappans Conor McGregor eru sögð spila stóran þátt í enda­­lokum sam­­starfsins en USADA ýjar að því að UFC hefði viljað undan­þágu fyrir Írann frá reglum USADA. UFC harð­neitar þessum stað­hæfingum USADA.

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×