Innlent

Flutninga­bíll þverar veg í grennd við Varma­hlíð

Lovísa Arnardóttir skrifar
Myndin er tekin í Varmahlíð í Skagafirði og tengist fréttinni ekki beint en flutningabíllinn er strand nærri miðstöðinni.
Myndin er tekin í Varmahlíð í Skagafirði og tengist fréttinni ekki beint en flutningabíllinn er strand nærri miðstöðinni. Vísir/Vilhelm

Flutningabíll þverar veg í grennd við Varmahlíð. Björgunaraðgerðir standa yfir. Á meðan þeim stendur er vegurinn lokaður og fólki beint að aka um Þverárfjall. 

Loka þurfti veginum um Vatnsskarð nærri Varmahlíð um klukkan 21 í kvöld vegna flutningabíls sem þveraði veginn. 

Björgunaraðgerðir standa nú yfir en samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar má búast við því að vegurinn verði lokaður eitthvað áfram.

Hægt er að aka yfir Þverárfjall á meðan björgunaraðgerðunum stendur, en það lengir leiðina til Akureyrar um 23 kílómetra.

Það er vel merkt á kortinu hvar björgunaraðgerðirnar fara fram. Skjáskot/Vegagerðin

Hægt er að fylgjast með stöðu aðgerða á vef Vegagerðarinnar umferdin.is.

Frétt uppfærð kl. 07:50. Búið er að opna veginn að nýju. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×