Sport

Allir fótboltastrákar á skólastyrk fengu pallbíl frá skólanum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Strákarnir í Utah skólanum voru mjög sáttir með daginn.
Strákarnir í Utah skólanum voru mjög sáttir með daginn. @utahfootball

Skólaliðin í ameríska fótboltanum eru risastór auglýsing fyrir skólana enda háskólafótboltinn gríðarlega vinsæll í Bandaríkjunum. Leikmenn hafa í gegnum tíðina ekki fengið neitt þótt skólarnir hafi grætt mikið á liðum sínum. Nú er að verða breyting á því.

Fótboltalið Utah skólans, Utah Utes football, hefur staðið sig vel á tímabilinu til þessa en liðið vann fjóra fyrstu leiki sína.

Fyrsta tapið leit reyndar dagsins ljós um síðustu helgi en það breytti ekki því að skólinn færði leikmönnum sínum „gjöf“ í vikunni.

Þetta var reyndar engin venjuleg gjöf. Allir leikmenn liðsins á skólastyrk fengu pallbíl frá skólanum.

Þeir fá reyndar ekki að eiga bílinn heldur greiðir skólinn fyrir leigusamning á þeim og tryggingar honum tengdum. Strákarnir mega nota bílinn eins og sinn eigin á meðan þeir eru á skólastyrk hjá Utah skólanum.

Leikmenn á skólastyrk fá þegar allt upp í hendurnar sem tengist skólanum eins og mat, skólagögn og íþróttavörur. Nú ákvað skólinn líka að passa upp á það að leikmennirnir ættu ekki í neinum vandræðum með að skila sér á æfingar liðsins.

Pallbíllinn sem strákarnir fengu var Dodge Ram 1500.

Það var skemmtileg stund þegar þjálfari liðsins sagði strákunum að þeir væru að fá bílinn og minnti helst á þátt með Oprah Winfrey. Hér fyrir neðan má sjá hvernig strákarnir brugðust við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×