Sport

Kolli enn ósigraður: Tæknilegt rothögg í annarri lotu

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Tæknilegt rothögg í annarri lotu.
Tæknilegt rothögg í annarri lotu. Kolbeinn Kristinsson

Kolbeinn Kristinsson vann bardaga sinn gegn Englendingnum Michael Bassett á tæknilegu rothöggi þegar þjálfari andstæðings hans, kastaði inn handklæðinu þegar tvær mínútur voru liðnar af 2. lotu.

Hnefaleikakappinn átti að berjast síðasta ágúst en því var aflýst, Kolbeinn hefur lítið barist síðustu ár en hefur æft vel undir styrkri handleiðslu Sugar Hill og Tyson Fury og er í fantaformi. 

Kolbeinn á nú að baki 14 bardaga sem atvinnumaður, hann hefur unnið þá alla og sjö þeirra hafa endað með rothöggi. Hann er sá eini sem hefur íþróttagreinina að atvinnu, auk þess á hann að baki 15 ára feril í ólympískum hnefaleikum.  

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×