Fótbolti

Guðný og Berglind koma báðar inn í byrjunarliðið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þorsteinn Halldórsson ræðir við Berglindi Rós Ágústsdóttur áður en hún kom inn á móti Wales. Hún er í byrjunarliðinu í dag.
Þorsteinn Halldórsson ræðir við Berglindi Rós Ágústsdóttur áður en hún kom inn á móti Wales. Hún er í byrjunarliðinu í dag. Vísir/Diego

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mætir Þjóðverjum í Þjóðadeildinni í dag og nú vitum við hvaða ellefu leikmenn fá að byrja leikinn.

Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari gerir tvær breytingar á byrjunarliði sínu frá því í 1-0 sigrinum á Wales á Laugardalsvelli á föstudaginn.

Þorsteinn tekur sóknarleikmennina Diljá Ýr Zomers og Amöndu Jacobsen Andradóttur út úr byrjunarlliðinu en í stað þeirra koma þær Guðný Árnadóttir og Berglind Rós Ágústsdóttir sem eru vanar því að spila mun aftar á vellinum.

Guðný og Berglind Rós komu einmitt inn á fyrir þær Diljá og Amöndu í seinni hálfleik í Wales leiknum, Guðný á 61. mínútu en Berglind á 74. mínútu.

Sveindís Jane Jónsdóttir getur ekki tekið þátt í leiknum vegna meiðsla og Sandra Sigurðardóttir, sem tók aftur fram skóna í sumar eftir að hafa hætt, er áfram á bekknum.

Telma Ívarsdóttir stóð sig vel á móti Wales og heldur stöðu sinni í markinu.

  • Byrjunarlið Íslands á móti Þýskalandi:
  • Telma Ívarsdóttir
  • Guðrún Arnardóttir
  • Glódís Perla Viggósdóttir
  • Ingibjörg Sigurðardóttir
  • Sandra María Jessen
  • Guðný Árnadóttir
  • Selma Sól Magnúsdóttir
  • Berglind Rós Ágústsdóttir
  • Hildur Antonsdóttir
  • Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
  • Hlín Eiríksdóttir

Leikurinn hefst klukkan 16:15 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×