Fótbolti

Inter taplausir á toppi Seríu-A

Siggeir Ævarsson skrifar
Federico Dimarco fagnar marki sínu gegn Empoli í dag.
Federico Dimarco fagnar marki sínu gegn Empoli í dag. Vísir/Getty

Inter frá Mílanó hefja tímabilið með trukki á Ítalíu en liðið vann sinn fimmta sigur í röð í dag þegar liðið lagði Empoli. 

Federico Dimarco skoraði eina mark leiksins með sannkölluðum þrumufleyg þar sem hann tók boltann á lofti fyrir utan teig og lét vaða í gegnum alla þvöguna, óverjandi fyrir Etrit Berisha í marki Empoli. xG stuðullinn á markinu var einungis 0.011.

Alls eru fimm leikir á dagskrá á Ítalíu í dag. Atalanta lögðu Cagliari 2-0 og Fiorentina sóttu góð þrjú stig til Udinese, lokatölur þar 0-2. Úrslitin nokkurn veginn eftir bókinni í þessum þremur leikjum en Udinese, Cagliari og Empoli sitja í þremur neðstu sætum deildarinnar og eiga öll enn eftir að næla í fyrsta sigur tímabilsins.

Leikur Bologna og Napoli hófst núna klukkan fjögur og í kvöld kl. 18:45 tekur Torinio á móti Róma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×