Fótbolti

Viní Jr. fjarri góðu gamni í kvöld vegna hvellskitu

Siggeir Ævarsson skrifar
Vinicius Junior verður fjarri góðu gamni
Vinicius Junior verður fjarri góðu gamni Vísir/Getty

Real Madrid tekur á móti Atlético Madrid í kvöld í fyrsta nágrannaslag tímabilsins en Brassinn Viní Jr. verður ekki með liðinu þar sem hann er með alvarlega sýkingu í meltingarfærum samkvæmt tilkynningu frá félaginu.

Viní Jr. ku vera illa plagaður af sýkingu í meltingarfærum sem leiðir af sér ofsafenginn niðurgang. Í tilkynningu félagsins er eðli málsins samkvæmt ekki farið út í mikil smáatriði en miðill Football Report á Twitter er ekkert að tala undir rós.

Það kann ekki góðri lukku að stýra að reyna að spila fótboltaleik á efsta stigi slæmur í maganum eins og dæmin sanna. Spyrjið bara Gary Lineker sem missti saur í landsleik með Englandi gegn Írlandi árið 1990 eins og frægt er orðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×