Fótbolti

Byrjunarlið Íslands: Sveindís ekki með

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Sveindís Jane Jónsdóttir er ekki í byrjunarliði Íslands.
Sveindís Jane Jónsdóttir er ekki í byrjunarliði Íslands. Vísir/Anton Brink

Þorsteinn Halldórsson hefur valið þá ellefu leikmenn sem verða í byrjunarliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeild UEFA.

Sveindís Jane Jónsdóttir er ekki í byrjunarliði Íslands vegna meiðsla og er því ekki í hóp.

Telma Ívarsdóttir stendur vaktina í markinu fyrir aftan þær Glódísi Perlu Viggósdóttur, Guðrúnu Arnardóttur og Ingibjörgu Sigurðardóttur sem eru í hjarta varnarinnar. Glódís verður einmitt heiðruð fyrir leik fyrir að hafa á dögunum leikið sinn hundraðasta landsleik. Þær Diljá Ýr Zomers og Sandra María Jessen eru í vængbakvarðarstöðunum.

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Hlín Eiríksdóttir leiða sóknarlínuna, en fyrir aftan þær eru Hildur Antonsdóttir, Selma Sól Magnúsdóttir og Amanda Andradóttir á miðsvæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×