Fótbolti

Real á toppinn eftir endur­komu sigur

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Joselu skoraði sigurmarkið.
Joselu skoraði sigurmarkið. EPA-EFE/Rodrigo Jimenez

Real Madríd er komið aftur á topp La Liga, spænsku úrvalsdeildar karla í fótbolta, eftir 2-1 endurkomusigur á Real Sociedad. Ótrúlegt en satt skoraði Jude Bellingham ekki í þessum leik.

Real hefur byrjað tímabilið vel úrslitalega séð en tekst þó oftar en ekki að koma sér í vandræði. Það gerði liðið eftir aðeins fimm mínútur í kvöld en þá kom Ander Barrenetxea gestunum yfir.

Það var eina mark fyrri hálfleiks en heimamenn jöfnuðu strax á fyrstu mínútu síðari hálfleiks. Federico Valverde með markið eftir sendingu frá Fran Garcia. Það var svo þegar sléttur klukkutími sem sigurmarkið kom. Það skoraði Joselu eftir sendingu frá áðurnefndum Garcia.

Staðan orðin 2-1 og það reyndust lokatölur í Madríd. Real er því komið á topp La Liga með fullt hús stiga, 15 stig eftir 5 leiki. Barcelona er í 2. sæti með 13 stig. Soceidad er í 11. sæti með 6 stig.

Önnur úrslit

  • Getafe 3-2 Osasuna
  • Villareal 2-1 Almería 
  • Sevilla 1-0 Las Palmas

Tengdar fréttir

Nærri allt liðið missti af fluginu vegna kaffi­bolla

Leikur Sevilla og Las Palmas í La Liga, efstu deild karla í knattspyrnu á Spáni, var tímabundið í hættu eftir að nærri allt lið Las Palmas ákvað að fá sér kaffibolla á flugvellinum áður en flogið var til Andalúsíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×