Sport

Brast í grát á magnaðri heim­komu­há­tíð

Aron Guðmundsson skrifar
Djokovic með serbneska körfuboltalandsliðinu á svölum serbneska þinghússins
Djokovic með serbneska körfuboltalandsliðinu á svölum serbneska þinghússins Vísir/Getty

Serb­neska tennis­goð­sögnin Novak Djoko­vic, varð djúpt snortinn á heim­komu­há­tið í Serbíu eftir sigur hans á Opna banda­ríska meistara­mótinu á dögunum. Þessi magnaði í­þrótta­maður brast í grát er 50 þúsund Serbar fögnuðu honum.

Upp­haf­lega var um að ræða heim­komu­há­tíð fyrir karla­lands­lið Serbíu í körfu­bolta sem endaði í 2. sæti á heims­meistara­mótinu á dögunum en eftir að liðið hafði verið hyllt birtist Djoko­vic á svölum serb­neska þing­hússins og þá varð allt vit­laust.

Djoko­vic skráði nafn sitt á spjöld sögunnar með sigri sínum á Opna banda­ríska meistara­mótinu en þetta var hans 24. sigur á risa­móti og hefur enginn karl­maður unnið jafn marga ris­a­titla í sögu í­þróttarinnar.

Serbinn lagði Dani­il Med­vedev í úr­slita­rimmu mótsins og heiðraði banda­rísku körfu­bolta­goð­sögnina, Kobe Bry­ant, heitinn eftir að titillinn var í höfn. Kobe spilaði lengst af í treyju númer 24 á sínum ferli og 24 er fjöldi ris­a­titla Djoko­vic á þessari stundu.

„Kobe var góður vinur, við töluðum mikið um hugar­far. Þegar ég var að glíma við meiðsli var hann sá sem ég talaði hvað mest við. Hann var alltaf til­búinn að gefa manni ráð. Ég hugsaði með mér að hann var númer 24 þegar hann var goð­sögn hjá Los Angeles Lakers og um allan heim.“


Tengdar fréttir

Djoko­vic heiðraði Kobe eftir sögu­legan sigur

Novak Djokovic skráði sig á spjöld sögunnar þegar hann bar sigur úr býtum á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis. Þetta var hans 24. sigur á risamóti en enginn karlmaður hefur unnið jafn marga risatitla í sögu íþróttarinnar. Hann tileinkaði Kobe Bryant heitnum sigurinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×