Erlent

Dyggur stuðnings­maður Pútín á­fram borgar­stjóri í Moskvu

Atli Ísleifsson skrifar
Sergei Sobjanin og Vlaimír Pútín hafa verið nánir bandamenn um margra ára skeið.
Sergei Sobjanin og Vlaimír Pútín hafa verið nánir bandamenn um margra ára skeið. EPA

Hinn 65 ára borgarstjóri Mosvkuborgar, Sergei Sobjanin, hlaut langflest atkvæði í borgarstjórnarkosningunum sem fram fóru í rússnesku höfuðborginni í gær. Sobjanin var frambjóðandi stjórnmálaflokksins Sameinaðs Moskvu og hefur verið dyggur stuðningsmaður Vladimírs Pútín Rússlandsforseta um árabil.

Rússneska fréttaveitan RIA greinir frá þessu en sveitarstjórnarkosningar fóru fram víðs vegar í Rússlandi um helgina. Fram kemur að Sobjanin hafi hlotið rúmlega 76 prósent atkvæða í kosningunum.

Sobjanin hefur gegnt embætti borgarstjóra Moskvu frá árinu 2010, en hann hefur áður verið aðstoðarforsætisráðherra Rússlands og unnið náið með forsetanum.

Pútín hvatti síðastliðinn föstudag alla íbúa Rússlands til að mæta á kjörstað og kjósa.

Frá því að Pútín tók við embætti forseta landsins árið 2000 hefur hann ítrekað hert kosningalögin í landinu og meðal annars gert stjórnarandstæðingum erfiðara um vik að bjóða sig fram.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×