Innlent

Hafnarfjörður kaupir ráðhús á 350 milljónir

Jón Þór Stefánsson skrifar
Sigríður Hrefna Hrafnkelsdóttir framkvæmdastjóri Einstaklingssviðs Íslandsbanka og Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri skrifuðu undir kaupsamning í dag. Hér standa þær fyrir framan húsið.
Sigríður Hrefna Hrafnkelsdóttir framkvæmdastjóri Einstaklingssviðs Íslandsbanka og Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri skrifuðu undir kaupsamning í dag. Hér standa þær fyrir framan húsið. Vísir/Aðsend

Hafnarfjarðarbær hefur keypt hús Íslandsbanka að Strandgötu í Hafnarfirði. Kaupverðið er 350 milljónir króna.

Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar og Sigríður Hrefna Hrafnkelsdóttir framkvæmdastjóri Einstaklingssviðs Íslandsbanka skrifuðu undir samning þess efnis í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bæjarfélaginu.

Umrætt hús hýsir ráðhús Hafnarfjarðar og útibú Íslandsbanka. Bankinn mun koma til með að leigja af bænum hluta rýmisins á jarðhæð hússins undir starfsemi sína.

„Framtíðarhúsnæði og húsnæðisþörf fyrir Ráðhús Hafnarfjarðar og stjórnsýslu bæjarins hefur lengi verið til umfjöllunar og greiningar innan sveitarfélagsins. Það er því mikið fagnaðarefni að ákvörðun um framtíðarhúsnæði fyrir stjórnsýsluna hafi verið tekin. Margir hafa beðið eftir ákvörðuninni og nú getum við farið af stað með þá hönnun og breytingar á húsnæðinu sem starfsemi okkar og starfsumhverfi kallar eftir,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir.

Um er að ræða fimm hæða hús, sem inniheldur kjallara og fjórar hæðir. Það er 1521,8 fermetrar, en Hafnarfjarðarbær hefur leigt stóran hluta eignarinnar um árabil undir starfsemi sína.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×