Fótbolti

Tvö mörk frá Kane í sigri Bayern

Smári Jökull Jónsson skrifar
Kane fagnar í dag.
Kane fagnar í dag. Vísir/Getty

Harry Kane sýndi í dag af hverju Bayern borgaði fullt af peningum fyrir hann í sumar. Kane skoraði tvö mörk í 3-1 sigri Bayern gegn Augsburg.

Stærsta félagaskiptasaga sumarsins var án efa um Harry Kane. Lengi vel var hann orðaður við Bayern Munchen sem gekk loks frá kaupunum rétt fyrir upphaf keppnistímabilsins.

Kane skoraði í fyrsta deildarleik Bayern og bætti við mörkum í dag. Felix Uduokhai kom Bayern í forystu þegar hann skoraði sjálfmark á 32. mínútu og Kane kom Bayern í 2-0 á 40. mínútu þegar hann skoraði af vítapunktinum.

Kane skoraði sitt annað mark í leiknum og þriðja mark Bayern á 69. mínútu eftir sendingu Alphonso Davies. Augsburg minnkað muninn undir lokin með marki Dion Drena Beljo. Lokatölur 3-1 og öruggur sigur Bayern staðreynd.

Harry Kane fer því heldur betur vel af stað í þýska boltanum og er búinn að skora þrjú mörk í fyrstu tveimur leikjum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×