Innlent

Tvær sóttu um for­stjóra­stöðuna hjá Geisla­vörnum

Atli Ísleifsson skrifar
Ráðherra skipar í embættið til næstu fimm ára frá 1. desember næstkomandi.
Ráðherra skipar í embættið til næstu fimm ára frá 1. desember næstkomandi. Vísir/Vilhelm

Tvær sóttu um embætti forstjóra Geislavarna ríkisins sem auglýst var laust til umsóknar í byrjun ágúst síðastliðinn.

Í tilkynningu á vef heilbrigðisráðuneytisins segir að umsækjendur séu:

  • Elísabet Dolinda Ólafsdóttir aðstoðarforstjóri
  • Hildur Kristinsdóttir gæðastjóri

„Þriggja manna nefnd verður skipuð til að meta hæfni umsækjenda. Hún mun starfa í samræm við lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og hefur til hliðsjónar reglur um ráðgefandi nefndir sem meta hæfni umsækjenda um embætti við Stjórnarráð Íslands.“

Heilbrigðisráðherra skipar í embættið til næstu fimm ára frá 1. desember næstkomandi,“ segir á vef ráðuneytisins. 

Nýr forstjóri mun taka við stöðunni af Sig­urði M. Magnús­syni sem læt­ur brátt af störf­um fyr­ir ald­urs sak­ir.

Geislavarnir ríkisins hefur það hlutverk að annast öryggisráðstafanir gegn geislun frá geislavirkum efnum og geislatækjum. Forstjóri ber ábyrgð á að Geislavarnir ríkisins starfi í samræmi við lög, stjórnvaldsfyrirmæli og erindisbréf sem ráðherra setur honum. Forstjóri ber ábyrgð á starfsemi stofnunarinnar, að rekstrarútgjöld og rekstrarafkoma sé í samræmi við lög um opinber fjármál og að fjármunir séu nýttir á árangursríkan hátt.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×