Lífið

„Lífið mitt er kynlíf“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Áslaug var að gefa út sína fyrstu kynfræðslubók.
Áslaug var að gefa út sína fyrstu kynfræðslubók.

Kynfræðingurinn Áslaug Kristjánsdóttir var að gefa út sína fyrstu bók, Lífið er kynlíf. Áslaug sem hefur í áraraðir aðstoðað fólk í langtímasamböndum að bæta kynlífið, segir að ef kynlífið detti út, sé ólíklegt að sambandið lifi. Rætt var við hana Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi.

„Ég myndi segja að lífið væri kynlíf. Ég vinn við það alla daga að tala um kynlíf við fólk. Sumum finnst það skrýtið, ég veit það ekki en það er eðlilegt fyrir mér. Einhvern tímann í fyrndinni var lífið saltfiskur og þá snerist lífið um að búa til saltfisk. Lífið mitt er kynlíf, ég fer í vinnuna og tala um kynlíf og vonandi bý til kynlíf,“ segir Áslaug.

Það er mikið að gera hjá Áslaugu og leitar fólk á öllum aldri til hennar en ekki allir þora og eru feimnir og segir Áslaug að þannig hafi bókin orðið til.

„Mig langaði að koma þessum upplýsingum til þeirra sem þora ekki að koma til mín. Það er alveg þannig að fólk mætir til mín og er alveg mjög stressað. Við vitum ekkert hvað kynfræðingur gerir og hvað gerist í kynlífsráðgjöf. Er hún að fara biðja okkur um að sýna eitthvað.“

Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni þar sem rætt er nánar um hvað kynfræðsla sé í raun og veru.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×