Íslenski boltinn

Samningi Ólafs við Breiðablik sagt upp

Aron Guðmundsson skrifar
Ólafur hefur sinnt starfi yfirmanns knattspyrnumála hjá Breiðabliki
Ólafur hefur sinnt starfi yfirmanns knattspyrnumála hjá Breiðabliki

Samningi Ólafs Kristjánssonar, yfirmanns knattspyrnumála hjá Breiðabliki hefur verið sagt upp. Þetta staðfestir Flosi Eiríksson, formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks í samtali við Fótbolta.net.

Ólafur muni hins vegar vinna þriggja mánaða uppsagnarfrest hjá félaginu breytingarnar séu liður í endurhugsun á skipulagi félagsins hefur Fótbolti.net eftir Flosa.

Það var í febrúar árið 2022 sem Ólafur var ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Breiðabliki en hann þekkti vel til hjá félaginu eftir að hafa starfað þar um nokkurra ára bil sem þjálfari karlaliðs félagsins og meðal annars gert þá að Íslandsmeisturum




Fleiri fréttir

Sjá meira


×