Lífið

Dagur í lífi þyrlu­á­hafnar Land­helgis­gæslunnar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Heldur betur fjölbreytt starf.
Heldur betur fjölbreytt starf.

Þórarinn Ingi Ingason er flugstjóri hjá Landhelgisgæslunni sem flogið hefur þyrlunum í yfir 20 ár.

„Starfsaldur fólks hér er mikill, lítil starfsmannavelta og hér er gríðarleg reynsla,“ segir Þórarinn í samtali við Sindra Sindrason en í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi fylgdist Sindri með æfingu gæslunnar, æfinga sem átti eftir að breytast í útkall.

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í verkefni 299 sinnum á síðasta ári og því nóg að gera.

„Það sem heldur manni í þessu er vinnan sjálf, hvað maður er að gera, að hjálpa fólki,“ segir Brynhildur Bjartmarz sem hefur verið flugmaður hjá gæslunni síðan árið 2007 og er hún fyrsta konan til að sinna því hlutverki.

„Það er í raun nauðsynlegt að verða hræddur. Maður verður að vita sín mörk,“ segir Þórarinn og tekur Brynhildur undir.

„Það er öllum hollt að verða smeykur í þessu starfi, það heldur þér á tánum,“ segir Brynhildur.

Sindri fékk sjálfur að prófa að síga niður á jörðina úr þyrlunni og skemmti sér konunglega eins og sjá má hér að neðan í innslaginu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×