Fótbolti

Ísak Bergmann lagði upp mark í bikarsigri Fortuna Düsseldorf

Siggeir Ævarsson skrifar
Ísak í leik með landsliðinu
Ísak í leik með landsliðinu Vísir/Getty

Ísak Bergmann Jóhannesson lék sinn fyrsta leik með Fortuna Düsseldorf þegar hann kom inn á sem varamaður í bikarsigri liðsins í dag gegn Illertissen.

Ísak kom inn á 72, mínútu í stöðunni 1-2. Á annarri mínútu viðbótartímans lagði hann upp þriðja og síðasta mark leiksins fyrir Christos Tzolis.

Það eru aðeins fjórir dagar síðan að tilkynnt var um að Ísak væri genginn til liðs við Fortuna á láni svo að hann virðist vera fljótur að koma sér inn í leik liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×