Fótbolti

Real Madrid vill markvörð Sevilla frekar en De Gea

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Yassine Bounou vann Evrópudeildina með Sevilla í vor.
Yassine Bounou vann Evrópudeildina með Sevilla í vor. Getty/Flaviu Buboi

Real Madrid varð fyrir miklu áfalli í gær þegar Thibaut Courtois sleit krossband á æfingu.

Spænska liðið þarf að finna sér nýjan markvörð og það lítur út fyrir að efstur á óskalistanum sé Yassine Bounou, markvörður Sevilla.

Þegar fréttist af meiðslum Courtois þá var David De Gea, fyrrum markvörður Manchester United, strax orðaður við félagið. De Gea er laus og liðugur eftir að United ákvað að bjóða honum ekki nýjan samning.

De Gea og Kepa Arrizabalaga hjá Chelsea þóttu líklegir kostir en Bounou passar aftur á móti best leikstíl Carlo Ancelotti.

Courtois sleit krossband í vinstra hné og fer í aðgerð á næstu dögum. Hann verður frá í sex til sjö mánuði og missir mögulega af öllu 2023-24 tímabilinu.

Bounou hefur staðið sig vel með Sevilla og þykir einn besti markvörðurinn í sænsku deildinni. Sevilla mun því örugglega ekki láta hann ódýrt.

Hinn 32 ára gamli Bounou kom til Sevilla frá Girona árið 2019 og hefur síðan unnið Evrópudeildina tvisvar með liðinu. Bounou hjálpaði líka Marokkó að komast í undanúrslitin á HM í Katar í lok síðasta árs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×