Innlent

Sér­sveitin með við­búnað í Hafnar­firði

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Stöðvarstjóri segir engan vera í hættu.
Stöðvarstjóri segir engan vera í hættu. Vísir

Innkeyrslu við Bjarkavelli í Hafnarfirði hefur verið lokað og sérsveitarmenn hafa verið kallaðir á svæðið vegna manns sem ógnaði fólki með hníf. 

Skúli Jónsson, stöðvarstjóri á lögreglustöðinni í Hafnarfirði segir í samtali við Vísi að um ræði veikan mann sem hafði verið að ógna fólki með hníf. Að auki hafi hann brotið rúðu í húsinu. 

Skúli segir engan vera í hættu, lögreglan sé að reyna að ná til mannsins og hjálpa honum.

Rúða er brotin.Vísir


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×