Fótbolti

Ísak sagður á leið í þýsku B-deildina

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Ísak hefur leikið 19 A-landsleiki fyrir Ísland.
Ísak hefur leikið 19 A-landsleiki fyrir Ísland. VÍSIR/HULDA MARGRÉT

Ísak Bergmann Jóhannesson mun að öllum líkindum yfirgefa danska stórveldið FCK í sumar.

Fyrr í dag var greint frá því að Ísak hefði ekki verið valinn í leikmannahóp FCK sem mætir Sparta Prag í forkeppni Meistaradeildar Evrópu á morgun.

Samkvæmt heimildum Orra Rafns Sigurðarsonar, blaðamanns á Fótbolti.net, er Ísak nú staddur í Dusseldorf í Þýskalandi og er þar í viðræðum við þýska B-deildarliði Fortuna Dusseldorf.

Fortuna Dusseldorf hafnaði í 4.sæti þýsku B-deildarinnar á síðustu leiktíð.

Ísak Bergmann er 20 ára gamall og hefur leikið með FCK frá árinu 2021 en hann var keyptur þangað frá sænska úrvalsdeildarliðinu Norrköping.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×