Fótbolti

Ótrúleg dramatík í uppbótartíma í Ljubljana

Siggeir Ævarsson skrifar
Matevž Vidovšek var hetja NK Olimpija Ljubljana í gær
Matevž Vidovšek var hetja NK Olimpija Ljubljana í gær Twitter@nkolimpija

Ótrúlegar senur áttu sér stað í Ljúblíana í gær í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Matevž Vidovšek var hetja heimamanna þegar hann varði vítaspyrnu þegar ellefu mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma.

NK Olimpija Ljubljana og Ludogorets áttust við í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í gær en fyrri leikur liðanna endaði með 1-1 jafntefli. Staðan í leiknum í gær var einnig 1-1 lengi vel en gestirnir léku manni færri frá 83. mínútu.

Dómari leiksins bætti fimm mínútum við og á 2. mínútu uppbótartímans kom Timi Elsnik heimamönnum í 2-1 og allt leit út fyrir að Slóvenarnir væru á leið í næstu umferð. En eitthvað var um frekari tafir og þegar 100 mínútur voru komnar á leikkklukkuna fengu gestirnir frá Búlgaríu vítaspyrnu.

Timi Elsnik steig á punktinn en Vidovšek varði spyrnuna. Þá loksins flautaði dómarinn leikinn af og allt ætlaði um koll að keyra á Stožice leikvellinum þar sem áhorfendur þustu inn á völlinn til að fagna með leikmönnum liðsins og Vidovšek sem hljóp völlinn á enda til að fagna fyrir framan áhangendur liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×