Sport

Bragi og Guðni enduðu úti í á

Aron Guðmundsson skrifar
Skjáskot af upptökur úr bíl Guðna og Braga í þann mund sem bíll þeirra er á leið utan vegar
Skjáskot af upptökur úr bíl Guðna og Braga í þann mund sem bíll þeirra er á leið utan vegar Vísir/Skjáskot

Það fór um fyrrum Ís­lands­meistarana Braga Þórðar­son og Guðna Frey Ómars­son á dögunum er þeir lentu í hremmingum í endu­komu sinni í ral­lý­keppni þegar að Bragi missti stjórn á bíl þeirra og endaði í á. Mynd­band af at­vikinu hefur vakið mikla at­hygli á sam­fé­lags­miðlum.

Bragi og Guðni Freyr urðu Ís­lands­meistarar í AB-vara­hluta­flokknum, flokki afl­minni bíla, fyrir tíu árum síðan og af því til­efni á­kváðu þeir að rifja upp gamla takta og skráðu sig í Ljómarallið sem fór fram í Skaga­firði um síðustu helgi.

Það fór þó ekki betur en svo að snemma á fyrstu sér­leið kárnaði gamanið, Bragi missti stjórn á bílnum með þeim af­leiðingum að hann endaði utan vegar og í á sem lá með­fram veginum.

„Ég var aug­ljós­lega að keyra of hratt, þetta gerist bara nokkra kíló­metra inn á fyrstu sér­leið keppninnar sem lá um Mæli­fells­dal,“ segir Bragi í sam­tali við Vísi. „Ég vissi vel um þessa beygju og hélt að ég gæti tekið hana í þriðja gír, svo var ekki. Ég fer upp í kanntinn hægra megin og upp á tvö hjól, hafði ég reynt að taka vinstri beygjuna hefðum við oltið ofan í ánna, þannig þetta var alla­vegana skárra.“

Búið var að koma fyrir upp­töku­búnaði í bílnum og því voru að­dragandinn að út­af­keyrslunni sem og við­brögð þeirra fé­laga fest á filmu.

Bragi hefur deilt upp­á­komunni á sam­fé­lags­miðlum. Klippan hefur vægast sagt vakið mikla at­hygli og þá kannski sér í lagi vegna sam­skipta þeirra Braga og Guðna þegar staðan rennur upp fyrir þeim og þeir sitja í bíl sínum í miðri á.

Bragi léttur ofan á bílnum.

„Erum við ekki bara stopp eða?“ spyr Guðni eftir að bíll hans og Braga stað­næmist í ánni og mátti heyra á Braga að honum fannst spurning Guðna ansi sér­kenni­leg í ljósi að­stæðna:

„Jú við erum út í á sko,“ var svar Braga við spurningu Guðna en mynd­band af at­vikinu sem og við­brögðum þeirra Guðna og Braga má sjá hér fyrir neðan.

Geta má þess að fé­lagarnir sluppu án teljandi meiðsla frá þessum hremmingum enda öryggis­staðlarnir í kringum svona rallakstur með ein­dæmum góðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×