Fótbolti

Bestu mörkin: Upphitun fyrir 14. umferð Bestu deildar kvenna

Árni Jóhannsson skrifar
Vigdís Lilja Kristjánsdóttir Breiðablik og Snædís María Jörundsdóttir Stjarnan hafa spilað mikið saman.
Vigdís Lilja Kristjánsdóttir Breiðablik og Snædís María Jörundsdóttir Stjarnan hafa spilað mikið saman. S2 Sport

Það verður leikinn heil umferð í dag í Bestu deild kvenna en 14. umferð mun fara fram að öllu leyti í dag. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir úr Breiðablik og Snædís María Jörundsdóttir úr settust í sófann hjá Helenu Ólafsdóttur spáðu í spilin fyrir umferðina, ræddu undir 19 ára landsliðið og árangur þeirra í lokamóti Evrópumótsins sem fór fram fyrir stuttu.

Það er dálítið langt síðan leikið hefur verið af fullum krafti í Bestu deild kvenna en ástæðan er meðal annars þátttaka undir 19 ára landsliðs Íslands í lokamótinu sem fram fór í Belgíu í júlí. Ísland var í sterkum riðli og mátti þola töp á móti Frakklandi og Spáni en lagði Tékka af velli sem skilaði liðinu í þriðja sæti B-riðils.

Eitt af því sem Helena spurði stelpurnar að var hvort Ísland hafi ekki átt neina möguleika gegn Spánverjum og tók Snædís María orðið.

„Auðvitað áttum við alveg möguleika en það var bara rosaleg gæði hjá Spánverjunum og þetta er eiginlega best lið sem við höfum mætt.“

Vigdís Lilja bætti þá við að þær hafi verið mjög hraðar og bara mjög góðar í fótbolta ásamt því að vera skipulagðar.

Þegar talið barst að því að koma sér aftur á skrið í deildarkeppninni eftir að hafa tekið þátt í slíku móti eins og lokamóti landsliða þá voru þær báðar á því að það væri ekkert mál að koma sér í deildargírinn.

„Já ég myndi alveg segja það. Það var bara æfing í gær og maður var strax fókuseraður á félagsliðið sitt núna“, sagði Snædís María.

Farið var yfir víðari völl í þættinum sem má sjá í heild sinni hér að neðan.

Klippa: Besta upphitunin fyrir 14. umferð



Fleiri fréttir

Sjá meira


×