Sport

Hefði þurft Ís­lands­met til að komast í undan­úr­slit

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Anton Sveinn er á HM í Japan.
Anton Sveinn er á HM í Japan. Sundsamband Íslands

Anton Sveinn McKee endaði í 21. sæti af 70 sundmönnum í 100 metra bringusundi á HM í sundi í 50 metra laug sem fer nú fram í Furuoka í Japan. Hann hefði þurft að synda á nýju Íslandsmeti til að komast í undanúrslit.

Anton Sveinn synti á 1:00,86 mínútu en hefði þurft að synda á 1:00,22 til að vera meðal þeirra 16 sem kæmust í undanúrslit. Það hefði verið nýtt Íslandsmet en Anton Sveinn er ríkjandi Íslandsmethafi í greininni. Hann á best 1:00,32 mínútu en metinu náði hann árið 2019.

Anton Sveinn keppir aftur á fimmtudag, þá í sinni aðalgrein sem er 200 metra bringusund. Hann er ekki eini Íslendingurinn á mótinu því Snæfríður Sól Jórunnardóttir er einnig í Japan fyrir Íslands hönd. Hún keppir á þriðju- og fimmtudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×