Innlent

Lög­regla á­réttar þann tíma sem leyfi­legt er að meitla berg

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Sérstaklega hávaðasamar framkvæmdir eru aðeins heimilar frá klukkan 7 til 19.
Sérstaklega hávaðasamar framkvæmdir eru aðeins heimilar frá klukkan 7 til 19. Vísir/Vilhelm

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst kvörtun í gær vegna hávaða í Hafnarfirði. Þar var verið að meitla berg eftir leyfileg tímamörk og var brýnt fyrir framkvæmdaraðilum að virða reglur.

Frá þessu er greint í yfirlit lögreglu yfir verkefni gærkvöldsins og næturinnar en þar segir að meitlun bergs sé sérstaklega hávaðasöm framkvæmd sem megi eingöngu fara fram á virkum dögum milli klukkan 7 og 19.

Lögregla var einnig kölluð til vegna óspekta í Kópavogi. Þar reyndist maður vera að berja í rúður og áreita fólk. Maðurinn var handtekinn þegar hann neitaði að fara að fyrirmælum lögreglu og hafa sig á brott.

Þrír voru handteknir vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna en allir reyndust einnig án gildra ökuréttinda. Þá reyndi einn að villa á sér heimildir og annar reyndist á stolinni bifreið.

Einn var fluttur með sjúkrabifreið á Landspítala eftir fall á rafmagnshlaupahjóli.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×