Enski boltinn

Levy átti fund með fram­­kvæmda­­stjóra Bayern vegna Kane

Smári Jökull Jónsson skrifar
Bayern vill fá Kane til Þýskalands.
Bayern vill fá Kane til Þýskalands. Vísir/Getty

Daniel Levy, eigandi Tottenham Hotspurs, hitti framkvæmdastjóra Bayern Munchen í gær til að ræða möguleg félagaskipti Harry Kane til þýska liðsins. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Levy hittir forráðamenn Bayern á fundi.

Enski landsliðsframherjinn Harry Kane hefur verið orðaður við þýsku meistarana í Bayern Munchen að undanförnu. Forráðamenn Bayern eru bjartsýnir á að Kane endi hjá félaginu en hann á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Tottenham sem hefur lagt hart að Kane að framlengja samning sinn.

Kane hefur ekki útilokað neitt hvað framtíðina varðar en neiti Spurs að selja markamaskínuna sína gætu þeir misst hann frítt frá sér næsta sumar og það til annars ensks félags sem þeir vilja síður.

Kane hitti nýjan knattspyrnustjóra Tottenham, Ange Postecoglu, í vikunni sem kynnti sínar hugmyndir um sókndjarfan bolta og vill að sjálfsögðu hafa Kane með sér á sinni vegferð. Kane heldur með Tottenham í æfingaferð til Ástralíu í dag.

Eins og áður segir eru forráðamenn Bayern bjartsýnir á að Kane vilji koma og það er líklegasti áfangastaður hans ákveði hann að yfirgefa Lundúnafélagið sem hann hefur leikið með síðan árið 2009. Hann hefur skorað 213 mörk fyrir félagið og þarf aðeins 48 mörk í viðbót til að brjóta met Alan Shearer sem markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×