Innlent

Flugvélin fundin

Eiður Þór Árnason skrifar
Allar björgunarsveitir á Austurlandi tóku þátt í aðgerðunum. 
Allar björgunarsveitir á Austurlandi tóku þátt í aðgerðunum.  Vísir/Vilhelm

Flugvélin sem leitað hefur verið að frá því fyrr í kvöld fannst nú á áttunda tímanum. Um borð í vélinni voru tveir farþegar, auk flugmanns. Að sögn Slysavarnafélagsins Landsbjargar er ekki hægt að upplýsa um afrif þeirra á þessari stundu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg en það var áhöfn flugvélar Icelandair á leið til Egilsstaða sem kom auga á flugvélina. Áhöfn ferðaþjónustuþyrlu frá Möðrudal sem tók þátt í aðgerðum staðfesti svo fundinn og staðsetningu. Að lokum kom þyrla Landhelgisgæslunnar á staðinn skömmu síðar ásamt björgunarfólki. Öðrum viðbragðsaðilum var í kjölfarið snúið við.

Komin að vélinni

Í samtali við fréttastofu segist Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, ekki hafa upplýsingar um líðan fólksins um borð að svo stöddu. Viðbragðsaðilar hafi nú komist að vélinni. 

Boð barst frá neyðarsendi um borð í fjögurra sæta Cessna 172 flugvél nálægt Breiðdalsheiði um klukkan sex í kvöld. Ekki náðist samband við vélina og var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út ásamt öllum björgunarsveitum á Austurlandi. 

Náði leitarsvæðið frá Öxi og í vesturátt og byggði á neyðarboðinu og vitnisburði sjónarvotta sem töldu sig hafa séð til vélarinnar. Lögreglan á Austurlandi tók einnig þátt í aðgerðum og var þeim stýrt af Landhelgisgæslunni úr Samhæfingarmiðstöðinni í Skógarhlíð í Reykjavík. 

Fréttin hefur verið uppfærð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira
×