Innlent

Allt til­tækt lið kallað út vegna al­elda húss í Blesu­gróf

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Allt tiltækt lið slökkviliðs var kallað út.
Allt tiltækt lið slökkviliðs var kallað út. Vísir/vilhelm

Slökkvilið hefur verið kallað út vegna elds sem kviknaði í tveggja hæða timburhúsi í Blesugróf í Reykjavík. Mikinn reyk leggur frá húsinu. 

Samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðis varð sprenging innan hússins. Allar stöðvar hafa verið kallaðar út.

Varðstjóri segist ekki hafa fengið fregnir af því að fólk hafi verið inni í húsinu. Það sé hins vegar ólíklegt. Stutt er síðan slökkvilið var kallað út.

Klippa: Mikill reykur vegna alelda húss í Blesugróf
Klippa: Allar stöðvar kallaðar út vegna elds í Blesugróf

„Það er töluverð vinna framundan. Það var mikill eldur strax í öllu húsinu og farið að læsa sig í þakinu,“ segir Þorsteinn Gunnarsson varðstjóri í aðgerðarstjórnun.

„Það stendur til að taka þakið,“ segir Þorsteinn. „Það er enn töluverður hiti á efri hæðinni og í raun húsinu öllu. Þetta er erfitt að eiga við þetta.“

Slökkvistarf var í góðum farvegi á tíunda tímanum í kvöld, að sögn vakthafandi varðstjóra hjá slökkviliðinu og unnið að því að rífa þakið af húsinu með kranabíl til að slökkva betur eldinn. Hann segir að eitthvað verði unnið áfram fram á kvöld en byrjað sé að draga úr mannskap á svæðinu.

Fréttastofa RÚV hefur eftir slökkviliðinu að sprengingin hafi líklega orðið út frá einhvers konar hleðslubatteríi en Bernódus Sveinsson, vakthafandi varðstjóri vildi ekki staðfesta það í samtali við Vísi. Þá liggur fyrir að fólk hafi verið inni í húsinu þegar eldurinn kom upp en því tekist að forða sér.

Fréttin hefur verið uppfærð.

vísir/vilhelm
vísir/vilhelm
Vísir/vilhelm
Frá vettvangi.Vísir/Vilhelm
Vísir/vilhelm
vísir/vilhelm



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×