Innlent

Telja að maðurinn hafi verið stunginn til bana

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Maðurinn fannst fyrir utan hús við Drangahraun í Hafnarfirði. Tveir voru upphaflega handteknir og var annar látinn laus að lokinni yfirheyrslu.
Maðurinn fannst fyrir utan hús við Drangahraun í Hafnarfirði. Tveir voru upphaflega handteknir og var annar látinn laus að lokinni yfirheyrslu. Vísir/Vilhelm

Maðurinn sem fannst látinn í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði í gærmorgun var að öllum líkindum stunginn til bana með hníf. Niðurstaða krufningar liggur ekki fyrir.

Þetta segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu. 

„Þetta er það sem við erum með til rannsóknar. Við ætlum þó ekki að fullyrða neitt,“ segir Grímur og bætir við að endanleg niðurstaða krufningar liggi ekki fyrir. 

Ríkisútvarpið greinir frá því og vísar til heimilda sinna að hinn látni og sá sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald vegna málsins í gær hafi þekkst, og séu báðir af erlendu bergi brotnir. 

Frá vettvangi í Drangahrauni.Vísir/Vilhelm

Tengdar fréttir

Annar í gæsluvarðhald en hinn gengur laus

Annar mannanna, sem handtekinn var í tengslum við mannslát í Drangahrauni í Hafnarfirði í dag, var í kvöld úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins. Hinn maðurinn sem var handtekinn er laus úr haldi lögreglu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×