Innlent

Rúta föst í Krossá

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Reynt verður að koma rútunni úr ánni aftur í kvöld.
Reynt verður að koma rútunni úr ánni aftur í kvöld. vísir

Rúta er föst í miðri Krossá. Straumur árinnar er sem stendur of mikill til að hægt sé að koma henni úr ánni, að sögn skálavarðar í Þórsmörk, en reynt verður á ný í kvöld.

Eftirfarandi myndir er frá svæðinu. Krossá rennur úr Mýrdalsjökli vestanverðum og milli Þórsmerkur og Goðalands. Rútan festist skammt frá Skagfjörðsskála í Langadal.

Björgunarsveitarfólk á staðnum hjálpaði við björgunaraðgerðir.vísir
vísir

„Straumurinn lækkar í kvöld þannig við munum reyna aftur þá,“ segir Heiðrún Ólafsdóttir, skálavörður.

Rútan var án farþega en tveir bílstjórar voru í rútunni sem var bjargað af skálavörðum

„Það lítur út fyrir að hann fari á hliðina en vonandi hangir hann fram í kvöld,“ segir Heiðrún og bætir við að mikið sé í ánni núna vegna hlýinda. 

Landsbjörg hefur ekki borist formleg beiðni um aðkomu björgunarsveita, að sögn Jóns Þórs Víglundssonar upplýsingafulltrúa.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×