Erlent

Leikarinn Treat Williams er látinn

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Williams lék í myndinni Second Act með Jennifer Lopez, sem kom út árið 2018.
Williams lék í myndinni Second Act með Jennifer Lopez, sem kom út árið 2018. Getty/WireImage/Greg Doherty

Bandaríski leikarinn Treat Williams, sem var þekktastur fyrir hlutverk sitt í söngvamyndinni Hair, er látinn. Hann var 71 árs.

Williams lést í mótorhjólaslysi. Samkvæmt BBC kastaðist leikarinn af mótorhjólinu sínu í Vermont í gær, eftir að hafa orðið fyrir fólksbifreið.

Hann var fluttur á sjúkrahús en úrskurðaður látinn þegar þangað var komið.

Fjölskylda Williams hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún harmar fráfall hans.

„Treat var fullur af ást til fjölskyldu sinnar, til lífsins og iðnar sinnar, og var í fremstu röð á öllum sviðum,“ segir í yfirlýsingunni. Barry McPherson, umboðsmaður Williams til fimmtán ára, lýsir honum sem indælum og hæfileikaríkum.

Williams lék sem fyrr segir hippann George Berger í Hárinu og lék einnig í myndunum 1941, Once Upon A Time In America, Dead Heat, Things to Do in Denver When You're Dead og Deep Rising. Þá lék hann í sjónvarpsþáttunum Everwood og Chicago Fire.

Hann var tilnefndur til Emmy- og Golden Globe-verðlauna.

Williams skilur eftir sig eiginkonu og tvö börn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×