Fótbolti

Dort­mund á toppi þýsku deildarinnar fyrir loka­um­ferðina

Aron Guðmundsson skrifar
Sébastien Haller skoraði tvö af þremur mörkum Dortmund í dag. Liðið er í bílstjórasætinu fyrir lokaumferð þýsku úrvalsdeildarinnar
Sébastien Haller skoraði tvö af þremur mörkum Dortmund í dag. Liðið er í bílstjórasætinu fyrir lokaumferð þýsku úrvalsdeildarinnar Vísir/Getty

Borussia Dort­mund situr á toppi þýsku úr­vals­deildarinnar eftir leiki dagsins en liðið vann í dag 3-0 sigur á Augs­burg á úti­velli og leiðir titil­bar­áttuna með tveimur stigum þegar ein um­ferð er eftir.

Ljóst var fyrir leiki dagsins að Dort­mund gæti með sigri á Augs­burg komist upp fyrir ríkjandi Þýska­land­smeistara Bayern Munchen í þýsku úr­vals­deildinni. Bayern Munchen tapaði í gær 3-1 fyrir RB Leipzig.

Leik­menn Dort­mund voru því í dag stað­ráðnir í því að grípa gæsina á meðan að hún gafst.

Á 58.mínútu leit fyrsta mark leiksins dagsins ljós. Það skoraði Sé­bastian Haller.

Haller var síðan aftur á ferðinni á 84. mínútu er hann tvö­faldaði for­ystu Dort­mund og á þriðju mínútu upp­bótar­tíma venju­legs leik­tíma bætti Juli­an Brandt við þriðja marki Dort­mund og inn­siglaði sigur liðsins.

Topp­sætið og ör­lögin eru því í höndum Dort­mund fyrir loka­um­ferð þýsku úr­vals­deildarinnar.

Dort­mund situr í 1.sæti deildarinnar með 70 stig, tveimur stigum meira en Bayern Munchen sem situr í 2. sæti.

Dort­mund tekur á móti Mainz 05 í loka­um­ferðinni á meðan að Bayern fer í heim­sókn Köln. Leikirnir hefjast á sama tíma þann 27. maí næst­komandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×