Lífið

Friðrik Ómar selur húsið á Frakkastígnum

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Friðrik Ómar ætlar að færa sig um set. 
Friðrik Ómar ætlar að færa sig um set.  visir

Söngvarinn geðþekki Friðrik Ómar hefur sett hús sitt að Frakkastíg 14 á sölu. Um er að ræða bjarta þriggja herbergja íbúð með sérinngangi og góða lofthæð. 

„Íbúðin er 3ja herbergja, mjög rúmgóð með mikilli lofthæð og fallegum gluggum sem gera hana einstaklega bjarta. Fyrir nokkrum árum var íbúðin tekin og endurgerð að miklu leiti. Gólfhiti er í íbúðinni. Lofthæð eignarinnar er 2,85 m,“ segir í lýsingu á fasteignavef Vísis.

Um sögufrægt hús er að ræða.remax

Íbúðin er fallega skreytt og í vissum glamúr-stíl. 

Forstofan hefur án efa oft verið stappfull af skóm og frökkum í Eurovision-partýum.
Friðrik Ómar, smekkmaður. 
Sjónvarpshornið góða. Kósý.remax

Friðrik Ómar hefur lengi verið einn vinsælasti söngvari landsins. Stjarnan skein sennilega skærast á stóra sviðinu í Belgrad, höfuðborg Serbíu, árið 2008 þegar hann flutti lagið ódauðlega This is my life ásamt hinni stórglæsilegu Regínu Ósk:






Fleiri fréttir

Sjá meira


×