Erlent

Reynd­i að setj­a hund­inn und­ir stýr­i til að slepp­a við hand­tök­u

Samúel Karl Ólason skrifar
Þetta er ekki umræddur hundur. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Þetta er ekki umræddur hundur. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty

Lögregluþjónar í bænum Springfield í Colorado í Bandaríkjunum stöðvuðu um helgina ökumann fyrir of hraðan akstur. Þegar lögregluþjónn nálgaðist bílinn sá hann ökumanninn færa sig yfir í farþegasætið og setja hund sem var í bílnum í ökumannasætið.

Maðurinn er sagður hafa verið á um áttatíu kílómetra hraða, þar sem hámarkshraðinn var tæplega fimmtíu. Hann hélt því þó fram að hann hefði ekki keyrt bílinn.

Lögreglan segir að hann hafi farið úr bílnum og lögregluþjóni hafi virst hann vera mjög ölvaður. Þegar hann var spurður hvort hann hefði verið að drekka, tók maðurinn til fótanna og reyndi að stinga af. Hann var þó gómaður mjög fljótt.

Seinna kom svo í ljós að búið var að gefa út tvær handtökuskipanir á hendur mannsins. Hann var ákærður fyrir ýmis brot eins og ölvunarakstur og mótþróa við handtöku.

Í Facebook færslu frá lögreglunni segir að hundurinn standi ekki frammi fyrir ákæru og honum hafi verið sleppt með viðvörun. Hann var færður í hendur kunningja eiganda hans.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×