Lífið

Eurovisionvaktin: Sænskur eða finnskur sigur í kvöld?

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Keppnin í kvöld verður einkar skrautleg. Hér sjáum við keppendur Úkraínu, Króatíu, Svíþjóðar, Finnlands og Póllands.
Keppnin í kvöld verður einkar skrautleg. Hér sjáum við keppendur Úkraínu, Króatíu, Svíþjóðar, Finnlands og Póllands. Vísir/Sara Rut

Sigurvegari Eurovision 2023 verður krýndur í Liverpool í kvöld. Allra augu beinast að framlögum Svíþjóðar og Finnlands sem þykja líklegust til sigurs. Eurovisionvaktin fylgist með gangi mála í allt kvöld, beint frá Liverpool.

Útsending hefst klukkan 19 að íslenskum tíma og keppendur 26 landa munu flytja framlög sín. Austurríski dúettinn Teya & Salena ríður á vaðið, hin sænska Loreen er níunda á svið, hinn finnski Käärijä þrettándi og Mae Muller frá Bretlandi er síðust. Röðina í heild má finna hér.

Ísland hlaut ekki brautargengi á seinna undankvöldinu á fimmtudag og verður því ekki með í kvöld. 

Eurovisionvaktina má finna hér rétt fyrir neðan. Í henni verður lagt mat á atriði kvöldsins, þau rýnd, dæmd - og jafnvel sett í sögulegt samhengi. Ekkert er Eurovision-vaktinni óviðkomandi og engum verður hlíft.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×