Lífið

Íslendingar ánægðir með flutning Diljár

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Diljá ásamt hópnum sínum í Liverpool eftir flutninginn í kvöld.
Diljá ásamt hópnum sínum í Liverpool eftir flutninginn í kvöld. Aðsent

Íslendingar voru yfir sig hrifnir af flutningi Diljár Pétursdóttur á Power á seinna undanúrslitakvöldi Eurovision í kvöld. Forsætisráðherrann, borgarstjórinn og fjöldi annarra lýstu yfir stuðningi og aðdáun sinni á Diljá á samfélagsmiðlum.

Hér má sjá brot af viðbrögðunum:

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hvatti Diljá til dáða á Twitter:

Borgarstjórinn Dagur B. Eggertsson sagði Diljá hafa gert Íslendinga stolta og dáðist að fagmennsku hennar:

Umboðsmaðurinn Einar Bárðason sagði að sama hvernig úrslitin færu í kvöld þá hafi flutningurinn verið flottur hjá Diljá.

Söngvurunum Magna og Jógvan fannst atriði Diljár klikkað. Magni skrifaði einfaldlega „KLIKKAÐ!!!!!!“ á Facebook og sagðist Jógvan vera sammála í ummæli við færsluna.

Saga Garðarsdóttir dýrkar Diljá:

Skemmtikrafturinn Margrét Maack segir fjarveru Jon Ola Sand, fyrrveranda framkvæmdastjóra EBU, vera einu mögulegu skýringuna fari svo að Ísland komist ekki áfram.

Ljósmyndaranum Golla fannst Diljá dansa eins og Íþróttaálfurinn á sviðinu:

Söngkonan Vigdís Hafliðadóttir segist ekkert skilja í Eurovision ef Diljá kemst ekki áfram:

Diljá Ámundadóttir Zoega segist vera Diljákvæð í kvöld:

Lögfræðingurinn Kolbrún Birna Hallgrímsdóttir segir „HALLÓ!!!!!!!“:

Fyrrverandi fótboltamanninum Arnari Sveini Geirssyni fannst flutningur Diljár vera upp á 9,8 en ekki tíu. Hann dró 0,2 stig frá vegna mæði hennar á einum tímapunkti í laginu og sagði Íslendingum að vera ekki meðvirkir.

Handboltakonan Ragnheiður Júlíusdóttir telur það vera mesta skandal í sögunni ef Diljá kemst ekki áfram í úrslitin:

Erla Dóra Magnúsdóttir telur Evrópubúa vera á djöflasýru ef þau kjósa sjarmatröllið Diljá ekki áfram:

Felix Bergsson þakkar fyrir stuðninginn og ástina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×