Lífið

Þessi komust áfram í úrslit Eurovision

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Hinn finnski Käärijä og dansarar hans flytja framlag sitt á undanúrslitunum í kvöld.
Hinn finnski Käärijä og dansarar hans flytja framlag sitt á undanúrslitunum í kvöld.

Svíþjóð, Finnland og Noregur komust öll áfram á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovison sem haldið var í Liverpool í kvöld. Sjö lönd til viðbótar hlutu brautargengi og munu eiga fulltrúa á Eurovision-sviðinu á laugardag.

Löndin sem komust áfram eru: 


Króatía

Moldóva

Sviss

Finnland

Tékkland

Ísrael

Portúgal

Svíþjóð

Serbía

Noregur


Í kvöld var það aðeins símakosning sem gilti, engin dómnefnd kom að vali á ofangreindum tíu lögum. Þau fimm lönd sem Evrópubúar hleyptu ekki í gegn í kvöld eru Malta, Lettland, Írland, Aserbaíjan og Holland. Niðurstöðurnar eru í samræmi við spár veðbanka, sem margir voru einmitt hliðhollir lögunum tíu sem komust áfram í kvöld.

Seinna undankvöld Eurovision er á sama tíma á fimmtudag. Þar mun Diljá, fulltrúi Íslands, stíga á svið. Vísir mun standa vaktina í fjölmiðlahöllinni í Liverpool á fimmtudaginn eins og í kvöld.

Fréttin hefur verið uppfærð.


Tengdar fréttir

Bretar sannfærðir um að Diljá fljúgi áfram

Bretar sem Eurovísir hitti á förnum vegi í Liverpool, þar sem Eurovision fer nú fram, eru flestir á því að Diljá, fulltrúi okkar Íslendinga í keppninni, komist áfram í úrslit keppninnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×