Innlent

Beit lög­reglu­mann í mið­bænum

Bjarki Sigurðsson skrifar
Það var nóg um að vera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gær og í nótt.
Það var nóg um að vera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gær og í nótt. Vísir/Vilhelm

Óskað var eftir aðstoð lögreglu á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur í nótt vegna manns sem var ofurölvi. Hann varð æstur við komu lögreglu og sjúkraflutningamanna og beit einn lögreglumannanna. Hann var því vistaður í fangageymslu þar til hægt var að ræða við hann.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem farið er yfir verkefni embættisins frá klukkan fimm í gær til klukkan fimm í nótt. 

Þar segir tilkynnt hafi verið um líkamsárásir bæði í Hafnarfirði og Grafarvogi. Í Grafarvogi var einn handtekinn og hann vistaður í fangageymslu. 

Tilkynnt var um einn einstakling sem féll af reiðhjóli en hann afþakkaði aðstoð, einn sem féll af rafskútu og hlaut áverka á andliti og einn sem féll af hestbaki. Sá var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild til skoðunar. 

Tilkynnt var um mann með hníf í umdæmi lögreglustöðvar þrjú sem sér um Kópavog og Breiðholt. Hann hafði í hótunum við gangandi vegfarenda en var handtekinn og gisti í fangageymslu í nótt. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×