Innlent

Rúnar settur forstöðumaður Minjastofnunar til eins árs

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Rúnar tekur við embættinu 1. maí næstkomandi.
Rúnar tekur við embættinu 1. maí næstkomandi. Stjórnarráðið

Rúnar Leifsson, doktor í fornleifafræði, hefur verið settur tímabundið í embætti forstöðumanns Minjastofnunar Íslands. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur sett hann í embættið til eins árs. 

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Rúnar hefur starfað í menningar- og viðskiptaráðuneytinu sem sérfræðingur á skrifstofu menningar- og fjölmiðla en hefur verið veitt tímabundið leyfi. Rúnar er eins og áður segir með doktorspróf í fornleifafræði frá Háskóla Íslands og hefur starfað í opinberri stjórnsýslu undanfarin ár, bæði hjá Stjórnarráðinu og Minjastofnun. 

Rúnar tekur við embættinu 1. maí næstkomandi þegar Kristín Huld Sigurðardóttir, núverandi forstöðumaður, lætur af störfum. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×