Fótbolti

Bayern styrkti stöðu sína á toppnum á meðan Dortmund lagði Union Berlin

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Mikilvægur sigur.
Mikilvægur sigur. vísir/Getty

Tveir stórleikir voru á dagskrá þýsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag þar sem fjögur efstu lið deildarinnar mættust innbyrðis.

Topplið Bayern Munchen heimsótti Freiburg, sem situr í fjórða sæti, en Freiburg sló Bayern Munchen óvænt úr leik í þýska bikarnum á dögunum.

Ríkjandi meistarar Bayern voru staðráðnir í að hefna fyrir bikartapið og gerðu það með því að vinna nauman sigur, 0-1 þar sem hollenski varnarmaðurinn Matthijs De Ligt gerði eina mark leiksins snemma í síðari hálfleik eftir undirbúning Jamal Musiala.

Á sama tíma var Dortmund, í öðru sæti, með Union Berlin, í þriðja sæti, en aðeins munaði tveimur stigum á liðunum fyrir leik dagsins.

Úr varð hörkuleikur þar sem heimamenn höfðu að lokum betur, 2-1, með mörkum Danyell Malen og Youssoufa Moukouko en Kevin Behrens gerði mark gestanna.

Dortmund er nú tveimur stigum á eftir Bayern Munchen þegar sjö umferðum er ólokið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×