Lífið

Einn söngvara S Club 7 látinn

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Paul Cattermole fannst látinn á heimili sínu í Dorset í gær. Hann var aðeins 46 ára gamall.
Paul Cattermole fannst látinn á heimili sínu í Dorset í gær. Hann var aðeins 46 ára gamall. Getty/William Conran

Paul Cattermole, einn söngvara breska poppbandsins S Club 7, er látinn aðeins 46 ára að aldri. Hann fannst látinn á heimili sínu í Dorset í gær en ekki er talið að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti.

Samúðarkveðjum hefur rignt inn til aðstandenda og vina vegna andláts Cattermole sem var dáður um allan heim af aðdáendum hljómsveitarinnar.

Hljómsveitin S Club 7 var stofnuð 1998 í Bretlandi og varð síðan heimsfræg vegna sitcom-sjónvarpsþáttarins Miami 7 sem var sýndur á BBC árið 1999. Hljómsveitin starfaði við góðan orðstír næstu fimm árin og áttu fjöldann allan af smellum sem slógu í gegn, sérstaklega í Bretlandi en einnig í Evrópu og í Bandaríkjunum.

Þegar Cattermole lést vantaði aðeins nokkrar vikur í að S Club 7 færi á tónleikaferðalag til að fagna 25 ára afmæli fyrstu stuttskífu hennar, Bring It All Back. Andlátið mun vafalaust hafa áhrif á það enda Cattermole lykilmeðlimur og aðrir hljómsveitarmeðlimir í sárum vegna fréttanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×